Góðan dag og velkomin á ferdavagnar.is
29.08.2024
Höfum lokað fyrir allar skráningar, allt orðið fullt hjá okkur og ekki hægt að bæta neinu við.
Þau ykkar sem hafið gengið frá plássi hér á ferdavagnar.is getið farið að koma þeim til okkar, við verðum að setja inn vagna til 20 sept.
Ef þið eruð hætt að nota ferðavagnana þá endilega komið þeim til okkar sem fyrst.
08.08.2024
Höfum opnað fyrir forskráningu fyrir þau ykkar sem voruð hjá okkur síðasta vetur. Opið er fyrir forskráningu til og með 15.ágúst 2024. Ef skráning hefur ekki borist fyrir þann tíma verður plássinu ráðstafað til annara.
Mikil eftirspurn er eftir plássi og mikilvægt að ganga frá skráningu hér á ferdavagnar.is sem fyrst. Eingöngu er hægt að skrá sama ferðavagn og þið voruð með síðasta vetur. Þeir sem voru með tjaldvagna og fellihýsi í fyrra geta því miður ekki skráð sig með hjólhýsi eða húsbíl nema hafa fengið samþykki fyrir því áður. Sama gildir fyrir þau ykkar sem hafið endurnýjað hjólhýsi eða húsbíl síðan síðast. (hafið samband við Ómar í síma 8576467 ef þið hafið skipt um ferðavagn)
Geymslupláss er eingöngu staðfest og öruggt ef gengið hefur verið frá bókun og greiðslu hér á ferdavagnar.is fyrir miðnætti 15. ágúst. Verð fyrir veturinn 2024 ? 2025 er kr 5,900 á fermetra. (heildar lengd x heildar breidd)
Við byrjum að setja inn í kringum 10. sept og erum að setja inn allan september og síðustu tæki inn í kringum miðjan október. Hægt er að koma með tæki hvenær sem er eftir að gengið hefur verið frá bókun og greiðslu á ferdavagnar.is
Fyrirspurnir sem komið hafa á s3geymsla@gmail.com hafa veið færðar á biðlista og verður unnið úr þeim ef einhver pláss verða laus.
Ekki eru miklar líkur á að við getum bætt við okkur nýjum hjólhýsum og húsbílum fyrir komandi vetur, en hugsanlegt er að hægt verði að bæta við einhverjum tjaldvögnum og fellihýsum.
Ef á þarf að halda vegna geymslu er hægt að hafa samband á eftirfarandi hátt:
Ómar 857 6467
Siggi Sig 8977117
Anna Björg 893 4145
Eða senda tölvupóst á s3geymsla@gmail.com