Góðan dag og velkomin á ferdavagnar.is
29.08.2022
Því miður getum við ekki bætt við neinum hjólhýsum, pallhýsum eða húsbílum þetta haustið.
Enn eru nokkur stæði laus fyrir tjaldvagna og fellihýsi. Erum að vinna í að afgreiða af biðlista fyrir tjaldvagna og fellihýsi. Fyrir frekari upplýsingar um pláss fyrir tjaldvagna og fellihýsi hafið samband við Ómar í síma 857 6467.
4.8.2022
Við opnum formlega 10. ágúst fyrir forskráningu ykkar sem voruð hjá okkur með tæki síðasta vetur. Til að byrja með verður eingöngu hægt að skrá sama tæki og þið voruð með síðast. Opið verður fyrir forskráningu til og með 21. ágúst, og eftir það er hægt að taka afstöðu til skráningar á nýjum tækjum.
Geymslupláss er eingöngu staðfest og öruggt ef gengið hefur verið frá bókun og greiðslu hér á ferdavagnar.is fyrir 21. ágúst. Eftir þann tíma verður lausum plássum ráðstafað til nýrra aðila.
Varðandi nýskráningar þá er líklegt að það verði eitthvað laust af plássum fyrir tjaldvagna og fellihýsi, en eitthvað minna um laus pláss fyrir hjólhýsi og húsbíla.
Verðið hjá okkur er kr 5.300 á fermetra fyrir veturinn. (heildar lengd x heildar breidd)
Við byrjum að setja inn í kringum 8. sept og erum að setja inn allan september og síðustu tæki inn í kringum miðjan október.
Erum byrjuð að vinna úr fyrirspurnum sem hafa komið á tölvupósti, og eins og er eru fyrirspurnir færðar á biðlista.
Ef á þarf að halda vegna geymslu er hægt að hafa samband á eftirfarandi hátt:
Ómar 857 6467/856 1848
Siggi Sig 897 7117
Anna Björg 893 4145
Eða senda tölvupóst á s3geymsla@gmail.com