16.09.09
Ferðavagnar.is hafa sett saman eftirfarandi lista til leiðbeiningar fyrir vetrargeymslu á ferðavögnum / húsbílum
Gott er að hafa eftirfarandi í huga áður en gengið er frá ferðavagni / húsbíl í vetrargeymslu.
- Vatnskranar skulu hafðir hálfopnir, sturtuhaus hafður í efstu stöðu og öll niðurföll opin. (gott að gera þennan hluta í lok síðustu útilegu til að vera viss um að ekkert vatn sé eftir í vatnskerfi vagnsin / bílsins), (athugið að sumar gerðir Truma hitunarkerfa má ekki tæma, vinsamlegast kannið hjá þjónustuaðila Truma eða lesið leiðbeiningarhandbók)
- Salernistankur tæmdur og hreinsaður (einnig gott að gera í lok síðustu ferðar sumarsins).
- Setjið gúmmítappa í affall vasksins.
- Athugið að allar lokhlífar utan á vagni / bílnum séu vel lokuð.
- Takið allar matvöru / leifar úr skápum og skúffum, jafnvel þó að séu í loftþéttum umbúðum.
- Takið allt lín þ.m.t. handklæði, viskastykki úr vagni / bíl.
- Þrífið / þvoið allar skúffur með sápuvatni.
- Þrífið ísskáp / kæliskáp / kælibox og skiljið dyr eftir opnar (festið hurð ef þarf).
- Lokið öllum gluggum / viftuopum / þakgluggum og öðrum öndunaropum kyrfilega.
- Aftengið gaskúta og takið úr vagninum, lokið fyrir gasventla.
- Aftengið og fjarlægið rafgeymi / rafgeyma (mælum með að fólk tengi þá við hleðslutæki 2 - 3 sinnum yfir veturinn til að viðhald rafgeyminum og lengja líftíma hans / þeirra.
- Þrífið vagn / bíl að utan.
- Bónið vagninn / bílinn (athugið ef það er plexígler í gluggum vagnsins / bílsins þá skal ekki bóna gluggana eða nota rúðuúða sem inniheldur salmíak þar sem það getur rispað gluggann).
- Ekki skilja vagninn eftir í handbremsu í langan tíma þar sem þær geta fests, setjið farg fyrir hjól framan og aftan.
- Ef vagninn / bíllinn er geymdur úti án yfirbreiðslu þá skal hafa flugnanet niðri og loka gluggatjöldum til að koma í veg fyrir að áklæði upplitist.
- Ef vagninn / bíllinn er geymdur úti þá skal koma fyrir rakaboxi / rakaboxum með rakagleypiefni til að draga úr rakamyndun.
- Ekki birgja fyrir öndunarop á eldavél né ofni.
- Smyrjið lamir, læsingar og beisliskúplingar.
|